Tjah, sko. Áfangaskólar eru þeir skólar sem notast við áfangakerfið, t.d. STÆ103 er fyrsti stærðfræðiáfanginn. Allir STÆ103 áfangarnir í öllum skólum á Íslandi eru sambærilegir og eru yfirleitt metnir á milli skóla. MA er með bekkjakerfi en notast samt við áfangana. Þannig að það er í raun áfangaskóli, þótt hann sé með bekkjakerfi líka. Fjölbrautskólar eru skólar sem eru með fleiri brautir en hefðbundnir menntaskólar. IR er t.d. fjölbrautaskóli af því að þar er ekki bara hægt að fara í hefðbundið bóknám.
Það vantar eiginlega orð yfir skóla sem nota ekki bekkjarkerfi. Áfangakerfi á, í orðsins fyllstu merkingu, líka við suma skóla sem nota bekkjakerfi, og fjölbrautaskólar er víðara samhengi einnig, og þeir geta líka verið með bekkjakerfi. Annars er orðið “áfangakerfi” yfirleitt notað um þá skóla sem eru ekki með bekkjarkerfi. Mér finnst vanta annað orð.