Heimavistin á Akureyri er fín, getur ráðið hvort þú ferð í MA eða VMA. Herbergin á nýju vistinni eru stór og góð. Gamla vistin er minni og ódýrari, en er í sjálfum sér ekkert verri. Það er sjónvarp á herbergjunum í nýju vistinni, örbylgjuofn og baðherbergi. En á gömlu er þetta bara plain herbergi með skápum, skrifborði og rúmi.
Það eru um 700 manns í MA.
Mötuneytið er fínt, þeir voru reyndar að prófa að hafa oftar fisk.
Vaxtarræktin á Akureyri (www.vaxak.is) er hinum megin við götuna, ásamt sundlauginni, og svo er búð rétthjá.
Svo er bærinn rétt hjá til að djamma.