Hvað er málið með að það sé að kveikja í grunnskólum?
Um áramótin er liðið eitt ár síðan það var hent inn flugeldum inní íþróttasalinn sem er inní skólanum(Og fyrir tveim árum var kveikt í ruslatunnu á ganginum).. Og það var ekki hægt að nota hann í um mánuð eftir þetta atvik.. Svo var það einhver skóli í Mosó(Man ekki hvaða skóli það var..)sem kveiknaði í(Örugglega ekki íkveikja). Og svo ef ég fer með það rétt, Rimaskóli(Man það samt ekki 100% minnir að það hafi verið í Grafarvoginu allavega). Bara núna í ár hefur kveiknað í 3 skólum, jafnvel fleirum bara minnir eldar sem hefur verið hægt að slökkva á “nóinu”. Og örugglega í gegnum tíðina hefur kveiknað í margfalt fleiri skólum. Og eitthvað af þeim hefur verið um íkveikju að ræða..
Ég spyr ykkur krakkar sem hafa gert svona eða þekkið einhvern sem hefur kveikt í einhverju í skólanum. Er íkveikjan gerð til að losna undan skólanum?
Súkkulaðihjartað <3