Ok, vá :S Ég er að fara í frönskupróf á morgunn og í staðin fyrir að læra er ég búin að svara örugglega milljón greinum, myndum og korkum á huga! Kíkja á öll áhugamálin sem ég hef sérstakan áhuga á :S Garg, alltaf þegar ég þarf að læra fyrir próf þá er ég allveg: ,,hmm..fyrst ætla ég að gá hvort ég sé með skilaboð“ svo kíki ég á þau…og eftir það: ,,æ..ég ætla bara að kíkja á /leiklist” eftir það ,,já, bara á /tiska" og bara á þetta á hitt þangað til ég er búin að vera mjög leingi! Ég er búin að læra eitthvað en án huga, netsins og fartölvunnar minnar væri ég búin að læra mikið meira!
Varð bara aðeins að létta á mér^^
Vil taka það samt fram að ég elska huga, tölvuna mína og netið :D Þetta er allt mér að kenna ég veit.
Lendið þið líka í þessu?
Já, vil bæta við…ég lendi líka mjög oft á MSN þegar ég á að vera að læra :S
An eye for an eye makes the whole world blind