Ég er líka svona. Hef mig ekki í það að læra og finn alltaf eitthvað “mikilvægara” að gera. Það sem ég geri er að kíkja annað slagið í bækurnar allan daginn, fá svo samviskubit eftir kvöldmat og heimta að vinir mínir læri með mér. Svo stingur einn vinur minn alltaf upp á því að vakna kl. 6-7 fyrir próf kl. 9 og læra (vakna 9-10 fyrir próf kl. 13). Við höfum gert það þessi jólapróf og það virkar mjög vel. Þá er maður á síðustu stundum og neyðist til að læra almennilega. Svo þegar maður mætir í prófið er maður búinn að hita vel upp og alveg vaknaður. Maður verður bara að passa sig að fara nógu snemma að sofa (sofa 3 tíma virkar líka, þá er maður ekki almennilega sofnaður, en ég mæli ekki með því!).
Ég hef reynt að skipuleggja mig, læra þennan kafla á þessum tíma og þannig, en það virkar ekkert. Þetta sem ég sagði fyrir ofan virkar vel því þá er tíminn að hvetja mann áfram.
Bætt við 9. desember 2006 - 10:25
Skilyrðið fyrir að geta notað þessa aðferð er eiginlega að vera “b-manneskja” - þ.e. geta sofið óreglulega.
(Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað common sense með a og b manneskjur en ég lærði þetta einhversstaðar og þetta stenst alveg :P)