Ég var einmitt búin með sömu einingar og valdi MH. Það er eini skólinn af þessum fjórum sem að metur þessar einingar pottþétt, en ég held að í Kvennó og Versló geti maður fengið leyfi til að sleppa því að sitja í áföngunum aftur, semsagt bara frí þegar hinir í bekknum eru í þeim. Ef þú ferð í MH geturðu flýtt fyrir þér mjög auðveldlega, ég þyrfti t.d. lítið að leggja á mig til þess að klára menntaskólann á 3 árum og ennþá minna til að klára hann á 3 og hálfu.