Ég var eitt sinn að spjalla við nokkra háskólanema sem eru í sálfræði. Þeir sögðu eitthvað á þá leið að þegar þeir byrjuðu námið ætluðu þeir sér ekki að verða eins og þessi staðlaða hugmynd sem fólk hefur af sálfræðingum sem sitja á sófanum og segja: “Hmm…”, “Já…”, “Og hvað finnst þér um það?”
En einhvern veginn væri námið þannig að á endanum YRÐI maður einfaldlega þannig.
Þegar þeir sögðu þetta fór ég ósjálfrátt að hugsa um 2 aðra hluti.
1) Ég þekki einstakling sem kom frá Kanada. Hann hefur lært íslensku og talar hana mjög vel. Hann notar eftirtakanlega löng orð og dálítið ‘háfleygt’ mál.
2) Tölvunarfræðingar og fólk í þeim geira virðist tala stundum um að þeim séu ekki gefin nógu skýr skilaboð þegar þeir fá verkefni í hendurnar svo að sá sem tekur við vinnunni er ekki nógu ánægður með það þó að gert hafi verið nákvæmlega það sem beðið var um.
Það er rétt eins og tölvufólk fari að hugsa eins og það sé tölvur sjálft.
Er þetta náminu að kenna að virðast steypa alla í sömu mótin? Eða er það bara fólkið sem sækir sjálfkrafa í það nám sem leyfir því að vera eins og það er?
Hafið þið svipaða sögu að segja?