Ég veit að ég er að kalla yfir mig svakalegan nördastimpil, en mér fannst Björn Gísli mikið faglegri kennari, enda ég fékk alltaf hátt í áföngunum hjá honum. Enda hef ég gífurlegan áhuga á sögu og fékk verðlaun fyrir hana á stúdentsprófi.
Hins vegar nær Jón Ingi betri athygli yfirleitt! En ég mun seint telja hann faglegan kennara.
Þú hefðir þurft að prófa að hafa Magnús Helgason sem félagsfræðikennara, þá hefði ég mælt með að þú tækir með þér mjúkan kodda í tímann.
Já, það hefur loðað mjög við náttúrufræðinema yfirleitt í ME að þeir eru almennt músíkalskari en aðrir nemendur skólans, með vissum undantekningum. Það fannst mér afar merkilegt, og þetta er staðreynd.
Hvernig er nýja viðbyggingin?