Þessi “einhver” sem að þú talar um þarna var Leonardo da Vinci og hann var styrktur af Melzi ættinni sem að var aðalsætt á Ítalíu. Það fer því eftir skilgreiningum á orðinu ríki hvort um sé að ræða ríkisstyrki eður ey. Raunar voru það MR'ingar sem töldu hann hafa verið ríkisstyrktan en MH'ingar mæltust gegn því, og hafa báðir rétt fyrir sér á vissan hátt vegna ofangreindra ástæðna. Mæli með að þú kynnir þér málin áður en þú gasprar svona með þau. Síðan er lítið sem ekkert dregið niður fyrir hik eða stam í svarkafla ræðanna og talar þú mjög greinilega sem algjör leikmaður í þessum efnum. MH'ingar voru dregnir niður fyrir að tala yfir tímann en það var ekki nóg til að ráða úrslitum eins og gefur að skilja. Síðan er mjög algengt að staða meðmælanda sé að vera fyndni gaurinn og gerði hann það vel, einkum vegna þess að það voru föst rök bakvið það sem hann var að segja. Alvarlegri rökin komu svo frá frummælanda og stuðningsmanni. Vill benda þér á að MR'ingar hafa sjálfir notað slíkt skipulag, í fyrra var það stuðningsmaðurinn sem var grínarinn.
Persónulega fannst mér þetta mjög jöfn keppni og sigurinn hefði getað lent öðrum hvorum megin við(samanlögð útkoma tveggja dómara dæmdi MR sigur, oddadómarinn réði úrslitum)
Það er í rauninni fáránlegt að halda öðru fram.