Þessarri spurningu ætla ég að beina til þeirra sem lokið hafa stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá framhaldsskóla
Hver er mesti fjöldi eininga sem þið tókuð á einni önn??
Persónulega tók ég skólann á 3 árum, og var svo lánsamur að ég féll aldrei.
Þróunin var þessi hjá mér:
H02: 20 ein. | V03: 22 ein. | H03: 27 ein. | V04: 36 ein. | H04: 23 ein. | V05: 16 ein.
Samtals lauk ég því 144 einingum til stúdentsprófs.
Vorið 2004 lagðist ég út í algjört brjálæði og nýtti mér fjarnám frá öðrum skóla til að flýta fyrir mér. Ég mæli ALLS EKKI með þessum mikla hraða. Hann rústaði ekki aðeins sálarlífinu mínu heldur einnig sjóninni minni. Í dag þarf ég að sætta mig við eðlilegan hraða, sem er dáldið erfitt eftir mikið álag.