Ég er alveg að drulla á mig. Er á fyrstu önninni minni í framhaldsskóla, er í 20 einingum og miðað við hvernig ég stend núna sé ég fram á að ég nái KANNSKI lágmarkinu. Maður þarf að ná 10 til að mega halda áfram.

Ég veit ég næ enskunni og er í leiklist sem ég næ. Býst við því að ná alveg leikfimi og lífsleikni líka og það gera 8 einingar.

Í stærðfræði er ég búin að falla á einu prófi, mæta ekki í annað og ná einu með 6.7 eða eitthvað svoleiðis.

Í náttúrufræði [133 - eðlis og efnafræði fyrir mála og félagsfr.brautir] veit ég EKKERT. Ég rétt svo næ að skilja þetta, fékk reyndar 6.7 á eina kaflaprófinu sem er búið að vera.

Í sögu tökum við stutt krossapróf á netinu svona einu sinni í viku, eða aðra hvora viku. Er búin að fara í 7 eða 8. Búin að fá 9 einu sinni, 8 tvisvar, 1.5 einu sinni og 4 og 4.5 fjórum sinnum. Það er EKKI gott. Ég veit ekki hvernig mér á eftir að ganga með þetta lokapróf vegna þess að ég á svo erfitt með að einbeita mér að þessari bók. Sé líka fram á að ég skili ekki ritgerð sem ég átti að skila síðasta föstudag vegna þess að þegar ég byrja að skrifa þá einhvernvegin kemur ekkert af viti. Ég er oft búin að reyna og með mismunandi aðferðum en ekker gerist

Í félagsfræði er ég búin að taka tvö kaflapróf - þarf af fá 3.9 í einu og 4.8 í hinu. Skilaði ritgerð og gerði kynningu um hana fyrir stuttu og held hún sé alveg nógu góð til að ná yfir 5 og jafnvel yfir 6 en þetta er svona námsefni þar sem maður þarf að kunna hugtök og útskýra þau.

– Og ég þarf að ná þessu öllu! Ég fattaði það bara í dag að síðastliðnar kennslustundir [þær sem ég hef mætt í] hef ég EKKERT getað einbeitt mér og ekkert glósað heldur!

Hvað á ég að gera :( Það eru bara 3 vikur í prófin. Ég er alveg að fá taugaáfall :/ Hjálp!
-Tinna