Ég kláraði ens103 í 10. bekk (er á fyrsta ári í framhaldsskóla núna) og er nú að forvitnast um stöðupróf í ensku.

Veit einhver hvernig þessi próf eru uppbyggð? Semsagt úr hvaða efni er prófið, hvað þarf að kunna og fleira.

Hvaða kröfur þarf að uppfylla til að fá að taka þessi próf? (Afi minn var amerískur, ég kláraði ens103 ári á undan með 9 í lokaeinkunn sem var hæsta einkuninn í þeim hópi sem ég var í)

Og eitt enn sem ég skil ekki… Ef það á að klára að velja fögin fyrir næstu önn í nóvember en stöðuprófin eru í desember, hvernig veit maður þá í hvaða áfanga maður á að skrá sig?