Ég held að það sé ekki hægt að tala um “besta áfangaskólann” Það fer eftir smekk og áherslum hvers og eins. Ég þekki 1 eða 2 sem voru í þessum “góðu skólum” í Reykjavík og á Akureyri en komu svo inn í minn litla sveitarskóla og sögðu svo að hann væri miklu betri! Því held ég að þú ættir að skoða alla skóla sem þér dettur í hug og athuga fyrst hvað þú ætlar að læra (þ.e. hvaða braut) og hvaða 3. tungumál t.d. (sumt kennt bara í fáum skólum, annað í mörgum) og velja hvað hentar þér best. Háskólar taka ekkert frekar við fólki sem hefur útskrifast úr MH yfir einhverja aðra =)
Bætt við 14. október 2006 - 12:39
Ég er samt ekkert að segja að MH sé neitt lélegur skóli, hann er bara nokkuð góður skóli. En farðu eftir því sem þér finnst en því sem nokkrir hugarar segja…
Shadows will never see the sun