Það er fáránlega dýrt að fara í háskóla í Bandaríkjunum og ekki er víst að LÍN láni þér fyrir skólagjöldum sem geta verið um 1,5 milljón! Ég var að pæla í að fara í Bandarískan háskóla en ákvað að taka frekar BA hér heima og fara svo út í mastersnám.
En ef þú ætlar út farðu þá á www.scholarships.com og reyndu að fiska eftir styrkjum. Athugaðu líka hvaða styrkir eru í boði í þeim skóla sem þér lýst best á og hvort þú eigir séns í þá. Áður en þú sækir um þarftu líka að taka SAT sem er einskonar samræmt próf og svo auðvitað TOEFL ensku prófið.
Gangi þér vel!
Politics is about who gets what, when, where, and how.