Trúið þið því að maður eigi virkilega eftir að eiga betra líf ef maður heldur áfram í skóla?
Ég er búinn að vera að hugsa mikið undanfarið og ég held að maður eigi enganveginn betri líf þó svo maður klári menntaskóla og jafnvel háskóla.
Undanfarið hef ég bara verið að spá í hlutina og ég er núna enganveginn að falla fyrir þessu lífi sem maður “á” að lifa.
Samfélagið segir okkur nánast bara að maður Á að fara í skóla, maður Á að fá sér góða vinnu og vinna sig upp í virðingarstiga þjóðfélagsins og ef maður spilar ekki þennan leik þeirra þá er maður bara aumingi sem hætti í skóla…
Ég hef mikið verið að spá í að hætta í skóla, fara kannski á sjó í svona ár og safna eins miklum pening og ég get, og síðan fara eitthvert til Asíu eða eitthvert og skoða heiminn..
Hvort finnst ykkur vera betra líf? fara í skóla og lifa lífinu sem maður Á að lifa, eða segja “fuck it” og gera það sem manni langar í alvöru að gera?