Ég er búin að vera að pæla í að fara í nám í verkfræði í Háskóla Íslands og var að gamni að gá hvort það væri eitthvað um það á Vísindavefnum. Þar fann ég grein um það hvernig væri best að undirbúa sig fyrir verkfræðinám. Þar stendur:
“Verkfræðideild Háskóla Íslands veitir inngöngu öllum þeim sem lokið hafa stúdentsprófi. Reynslan hefur þó sýnt að nemendur geti helst gert sér vonir um viðunandi námsárangur í verkfræðideild ef þeir hafa að minnsta kosti lært þá stærðfræði og eðlisfræði sem kennd er á náttúrufræðibrautum.”
Þar sem ég stefni á þetta nám hef ég kynnt mér inntökuskilyrðin til að velja rétt nám í framhaldsskólanum. Mig mynnti að það þyrfti eitthvað meira en þetta svo ég kíkti á heimasíðuna hjá verkfræðideild háskólans og þar stóð þetta:
“Til að hefja nám við verkfræðideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Nemendur sem lokið hafa vélstjórnarbraut 4. stigs við Vélskóla Íslands eða raungreinadeildarprófi frá Tækniháskóla Íslands (áður Tækniskóla Íslands) teljast uppfylla intökuskilyrði deildarinnar. Æskilegur undirbúningur undir nám í verkfræði er að minnsta kosti 24 einingar í stærðfræði og 30 einingar í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 6 einingar í eðlisfræði). Undir nám í tölvunarfræði er æskilegur undirbúningur að minnsta kosti 21 eining í stærðfræði.”
Ég var að pæla, hefur einhver hérna reynslu af þessu námi eða þekkir einhvern sem hefur reynslu af þessu? Ég ætla að taka allar þessar einingar, meira að segja fleiri ef ég get (30 í stæ. og 39 í nát. ef allt verður kennt (sumir áfangarnir eru ekki alltaf kenndir).
Er þá ekki líklegra að ég komist inn? Ef einhverjir sækja um án þess að vera búnir með alla áfangana hlýt ég að ganga fyrir.
Bara smá pælingar …