Skulum við nú sjá. 5 er frumtala og hún gengur upp í 385 því hún endar á 5. Því má rita 385 = 5*77 Nú ráðumst við á 77. Ljóst er að 7 gengur upp í hana og 7 er líka frumtala svo við fáum 385 = 5*77 = 5*7*11 Næst væri að ráðast á 11 en þar sem hún er frumtala er ekkert meira að gera og frumþáttun 385 er því 5*7*11
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..