Þið sem eruð að vinna með skóla hvað eru þið að taka margar vaktir í mánuði?
Ég er á 11 vöktum september mánuð og er þá að vinna hverja helgi. Ég vildi bara vinna aðra hverja helgi af því að ég er lesblind og þarf að leggja geggjað mikið á mig til þess að læra, er á þriðja ári.
En áðan þá fór ég og talaði við yfirmann minn, og spurði hann hvort að það væri möguleiki að fá að vinna bara aðra hverja helgi. Hann sagði bara strax nei og sagði að þá þyrfti hann að ráða aðra manneskju sem myndi kosta hann geggjað mikinn pening(sem er lýgi)
Ég þarf ekkert á þessari vinnu að halda því að ég á nóg pening og ég sagði við hann að ef ég gæti ekki unnið aðra hverja helgi þá væri ég hætt.
Hann sagði ,, bíddu aðeins, ég ætla að tala við pabba þinn áður en þú ákveður eitthvað" (hann þekkir sko pabba minn) HALLÓ… ég er 18 ára ég get ákveðið sjálf hvað ég vil….
En hvað finnst ykkur að maður eigi að vinna mikið með skóla??
Sorry alla ræðunar varð að koma þessu frá mér :S