ok, samræmda prófið í náttúrufræði fyrir 1988 árganginn var með eina spurningu sem ég ruglaði aðeins í.

HVaða eftirfarandi eiginleiki gulls kemur að mestum notum þegar skera á úr um hvort málmur sé hreint gull?
“Rétta” svarið var X: Eðlismassi gulls er 19.3g/mc3
en ég var ekki sáttur því ég var of mikið að hugsa, hvað ef þetta eru 2 málmar sem saman hafa eðlismassann 19.3g/cm3 ?
Þessvegna vildi ég fyrst hita málminn upp í 1000°C og sjá hvort eitthvað hafi bráðnað, svo hita málminn upp í 1065°C (sem er bræðslumark gulls) og sjá hvort málmurinn bráðni allur.

Ef ekkert bráðnar fyrr en ég næ 1065°C og þá bráðnar allt þá myndi ég fasabreyta málminum aftur í solid fasa og þá mæla eðlismassann.
Ef hann væri þá 19.3g/cm3 þá myndi ég vera viss um að þetta væri gull.

Er þetta of mikil steypa eða of langt hugsað út fyrir kassann ?

BTW. þetta er dæmi 45 í náttúrufræðisamræmdaprófi 2004.