Jæja, nú fer að styttast í skólann og ég hlakka mjög til að sjá busunina í mínum skóla. Ég var busuð í fyrra sem var mjög gaman þótt það hafi verið frekar mikið. Ég þurfti að lýsa því oft og nennti ekki að skrifa það aftur og aftur svo ég á ennþá lýsinguna í notepad og datt í hug að senda inn. Fyrirgefið ef þetta er eitthvað ruglingslegt …



Busunin tók 2 daga. Fyrri daginn vorum við neydd til að ganga í öllum fötunum öfugum og á rögunni, máttum ekki greiða okkur og mála og svoleiðis og svo máttum við ekki ganga á sérstökum svæðum sem voru merkt - línur á gólfinu sem við þurftum að ganga innan og við þurftum alltaf að fara lengstu leiðina innan skólans. Á einum stað þurftum við að klifra yfir stóla og ofan í rusl, en það var leiðin sem allir þurfa að fara í tíma. Svo allan daginn máttu böðlarnir taka einn og einn út og láta þá gera eitthvað - syngja, dansa eða bara eitthvað heimskulegt.

Seinni daginn var eins nema þá komu böðlarnir inn í tíma, öskruðu á okkur að koma út og leggjast. Þau voru meira að segja máluð eins og hermenn og svona Þegar allir voru lagstir út var dreift yfir okkur hveiti, mysu og smá vatni. Sumir þurftu að drekka mysu, sumir fengu vaselín í hárið eða gólftusku í andlitið. Svo vorum við lesin upp í stafrófsröð og látin fara inn, þjappa okkur saman í fýlunni og hoppa. Þegar við komum úr þvögunni fyrir matinn fengum við eina matskeið af einhverju sulli sem var örugglega hafragrautur með karrýi.
Eftir það máttum við fara í mat (í ógeðslegu fötunum, reyndar fengum við ruslapoka yfir). Þá máttum við auðvitað ekki sitja í stólum og þurftum að þjóna böðlum í mötuneytinu. Ég var tekin út úr og sett í uppvaskið en sumir þurftu að sjá um dinnertónlist. Eftir matin var eitthvað lítið gert, talað við okkur og við látin dansa öll saman. Svo vorum við rekin út og látin fara í tvöfalda röð, völdum félaga sem við héldum í hendina á. Svo löbbuðum við í gegnum bæinn, stoppuðum annað slagið til að bíta gras (ME = kindur) og gera allskonar hluti. Sumir voru teknir og þeim var skipað að flýja, en þá voru þeir píndir og settir á svartan lista.

Svo komum við niður á bílaþvottaplan, smá sprautað á okkur og við dönsuðum hókí-pókí. Löbbuðum lengra, útí móa þar sem skólagarðarnir eru alltaf. Þar var búið að gera drullubraut. Allir þurftu að fara í gegnum hana, sem var frekar kalt og - já, drullugt Þá voru flestir búnir en sumir sem voru á svarta listanum og fleiri sem vildu þurftu að fara í Karið. Karið var fullt af fiskislori (sem hlýtur að vera gamalt þar sem Egilsstaðir eru ekki nálægt sjó), innyflum og fleiru ógeði sem við fengum ekki að vita.

Allan þennan tíma vorum við annað slagið látin syngja þjóðlag skólans sem við lærðum mjög vel. Ef skólinn kemst einhverntímann í sjónvarpið í Gettu betur heyrist það lag mjög oft :P



Þetta var busun í ME 2005 en ég fann ansi skemmtilega gamla grein um busunina 2003 sem var ekki svo ósvipuð:

http://www.hugi.is/skoli/articles.php?page=view&contentId=1292133