Hvað kostar að vera á heimavist með mat og öllu? Hvað finnst ykkur sem eruð/hafið verið á heimarvist um þetta? og vitiði hvort það sé eitthvað mál að skipta úr bekkjarkerfi í Reykjavík yfir í bekkjarkerfi út á landi?
Ég held að það sé mismunandi hvað heimavist kostar en það kostar allavega slatta hjá mér. Samt dugar vinna um helgar alveg fyrir því, ef þú vilt eiga einhverja peninga síðan í sumar :P
En mig langar að segja þér að það er æðislegt að vera á heimavist! Maður gæti kannski ekki þolað það mörg ár í röð, það verður þreytandi. En það er samt eitthvað sem allir þyrftu að prófa. Það er einhvernveginn allt öðruvísi að vera á heimavist og búa með vinum sínum (fyrir utan að kynnast fullt af fólki) heldur en að hitta þá bara eftir skóla.
Ja, mín heimavist er sú ódýrasta á landinu (hef ég heyrt) og það er eitthvað um 40þúsund kall á önn held ég. Jújú, það er örugglega gaman að vera á heimavist fyrir þá sem fíla svona. Mér finnst hinsvegar ekkert rosalega gaman að búa í sama húsi og fullt af öðru fólki (og btw er stór hluti þess fólks frekar ógeðslegur) og borða ógeðslegan djúpsteikan mat eða fisk alla daga.
Annars held ég að það sé ekkert mikið vesen að skipta um skóla með bekkjarkerfi, allavega veit ég um stelpu sem skipti úr Kvennó í MA.
ódýrasta? ML er nú með mjög ódýrt! nema fyrir rvk búa fyrsta árið, dreifbýlisstyrkur… 90 þús á önn, sem borgar niður heimavistina mjög mikið… svo það er frekar ódýrt…
Af því að einhverra hluta vegna veit ég að þú býrð á Hvammstanga og svo eru stjúpsystir mín og slatti af fólki sem að ég þekki á króknum þannig að ég vissi svona nokkurn veginn hvað það kostar að vera þarna.
Í ML er það 180 þ. á önn, eða um það, og svo kemur dreifbýlisstyrkurinn inn sem er 90 þúsund. En fólk af t.d höfuðborgarsvæðinu, selfoss og akureyri fær ekki styrk fyrr en á öðru ári. Svo að þetta er um 90 þúsund á önn. Ódýrasta heimavistin;)
heheh mér allavega lýst ekkert á Laugar…en er samt að fara aftur útaf the boyfriend….heh..en annars þoli ég ekki Laugar og að vera alltaf bara þar og geta ekki farið neitt..
Leigan á mánuði á heimavistinni á Akureyri er frá 18-25 þús á mánuði og þú færð 8 þús í húsaleigubætur. Ef þú ert í fullu fæði er það 100þús eða 120þús á önn en ég var bara að borga 60 þar sem að ég var í morgunmat og hádegismat og ef þú ert í hádegis og kvöldmat þá er það 80þús…
og nei það er ekkert mál, veit um fólk sem hefur gert það.
svo plús dreifbýlistyrkinn en þú færð ekki eins mikinn og t.d. ég þar sem að þú kemur frá höfuðborgarsvæðinu…
Ég er MA-ingur sjálf.
og svo er Lundur (heimavistin) flottasta heimavistin á landinu, hef heyrt að hinar séu algjört ógeð miðað við okkar :) Enda er okkar 5* hótel á sumrin.. :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..