Ef þú ætlar í raungreinar, læknisfræði eða verkfræði og líka viðskiptafræði, þá er LANG BESTI undirbúningurinn í MR. Reyndar hefur Verzló mjög góðan undirbúning fyrir viðskiptafræði og hugsanlega lögfræði.
Ég veit um krakka sem hafa ætlað fara í læknisfræði, tannlækningar nánar tiltekið og verið með fínt stúdentspróf úr Verzló. Viðkomandi gat ekki höndlað þetta því að það var svo margt sem hann hafði ekki lært sem er kennt í MR. Annað dæmi er líka að síðasta inntökupróf fyrir lækninn þá komust 11 af 13 úr einum bekk úr MR inn í lækninn, en ekki dúxinn úr MH um jólin. Í verkfræðinni er það bara þannig að þeir sem eru hvað hæstir eru lang oftast úr MR.
Þetta fer algjörlega eftir því hvað þú vilt gera, en ef það er eitthvað sem tengist stærðfræði eða læknisfræði þá er eina vitið að fara í MR. Þar færðu allan þann undirbúning sem þú þarft, því að MR er virkilega að undirbúa fólk undir háskólann.