Jæja, ég er búin með eitt ár í þeim framhaldsskóla sem ég er í. Ég er að hugsa um að klára annað árið þar líka, og skipta svo um skóla haustið 2007 og fara í einhvern góðan skóla á höfuðborgarsvæðinu.
Ég er ekki alveg klár á hvað mig langar til að læra endanlega, en ég er á málabraut núna og líkar það nokkuð vel og býst við að ég haldi áfram á henni.
Nú veit ég ekki hvaða skóli gæti hentað mér best og vonast til að fá góðar hugmyndir frá ykkur hugurum.
Í honum þarf að vera góð kennsla og helst ágætt félagslíf. Ekki væri verra ef það væru valáfangar í stjórnmálum, myndlist eða skemmtilegum tungumálum í boði.
Einhverjar hugmyndir?