Samkvæmt Hagstofu Íslands, hagstofan.is, fæddust 4.560 einstaklingar árið 1989 en 4.768 árið 1990. Á þessum árum munar 208 krökkum, eða 4,56% aukning milli ára. Ég kalla það nú ekki “miklu stærri” árgang. Til samanburðar má nefna að árið 1991 fæddust 4.533 einstaklingar en 4.673 árið 1988. Svo það er satt, 1990 árgangurinn er sá stærsti á þessum árum en hann er ekki neitt rosalega mikið stærri en hinir.