Jæja, ég á við eitt vandamál að stríða, þannig er mál með vexti að ég hef nú stundað nám í MH í tvö ár. Mér hefur líkað það ágætlega hingað til, en nú er ég komin með nokkurn námsleiða, og líður satt best að segja frekar illa í skólanum. Ég var því að íhuga að skipta aðeins um umhverfi og sækja um í MK, jafnvel þótt að foreldrar mínir séu ekki alveg sammála því vali…

Ef maður sækir um skóla á netinu (í gegnum menntagatt.is) hefur það einhver áhrif á núverandi skóla manns? Ég hafði nefnilega hugsað mér að prófa að sækja um og gá hvort ég kæmist inn…

og, er þetta leið sem að þið, kæru hugarar, mynduð mæla með? Þ.e.a.s ef að einkannir manns eru síversnandi, allir vinirnir orðnir að vinnandi ‘drop-outs’ og skólinn farinn að ýta aftur undir alvarlegt þunglyndi sem maður vann hart að því að bæla niður fyrir 4 árum?