Ég er í ME og mér finnst hann æði. Þetta er heimavistarskóli og það er frábært að vera á heimavist. Hann er líka ekki of stór en ekki of lítill. Þótt það sé kannski ekki eins mikið framboð og í stærri skólum er það alveg nóg, finnst mér. Það er líka verið að byggja við skólann og nýja byggingin verður tekin í notkun í haust. Það eru náttúrufræði, félagsfræði og málabraut en líka íþróttabraut og lítil listabraut (sem er oftast tekin með annarri braut). (Maður verður að auglýsa skólann aðeins)
Það er vinsælt að fara í t.d. MA eða Laugavatn ef krakkar vilja fara á heimavist, en af hverju ekki að hafa ME með í þessum hópi? :P