Gerðu plan yfir það sem þú þarft að gera. Taktu einn og einn kafla í einu (eða skiptu efninu niður) og eftir hvern kafla færðu ákveðið langan tíma sem þú getur gert eitthvað sem þú vilt gera.
Ef þú ert með svona bók með fyrirsögnum, myndum, orðaskýringum eða einhverju þannig skaltu fyrst fara hratt yfir kaflann og lesa þannig orð. Svo geturðu lesið aftur yfir hann og lesið smá texta hér og þar. Ef þú þarft að lesa alveg allan textan (sem er ekki alltaf nauðsynlegt) lestu hann eftir að þú hefur skannað eins og ég útskýrði fyrir ofan.
Ef þú átt glósur eða verkefni er líka auðveldast að lesa það bara.
Ég læri alltaf með því að lesa 3-10 blaðsíður í einu(fer eftir því hversu leiðinlegt efnið er) og síðan fæ ég mér kannski smáköku eða eitthvað svona lítið sem getur ekki fest þig við sig(eins og t.d sjónvarp. maður á aldrei að horfa á sjónvarp þegar maður á að vera að læra)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..