Ekkert smá flottur vefur, laðar örugglega marga krakkana að. Verða örugglega margir vonsviknir í sumar að hafa ekki komist inn.
Samt alltaf jafn leiðinlegt að sjá mr-inga drulla yfir Verzló, og svo öfugt. Það eru ekki allir með sama smekk eða sömu framtíðarplön þannig að ég bið alla að virða val annarra.
Ég valdi Verzló fyrst og fremst því að ég stefni á háskólanám í viðskiptatengdu fagi og Verzló er án efa besti undirbúningurinn sem þú getur fengið fyrir það. Í öðru lagi er ég rosalega nýungagjörn manneskja, þó það sé ekki alltaf gott, ásamt því að vera mjög tæknisinnuð og allur sá aðbúnaður sem nemendur í Verzló fá er í einu orði sagt frábær fyrir manneskju eins og mig. Ég valdi skólann alls ekki útaf félagslífinu, því í sannleika sagt finnst mér margt annað miklu skemmtilegra að gera eitthvað annað en að fara á böll, en samt sem áður er félagslífið frábært. Ég tek þó alltaf þátt í öllu en geri ráð fyrir að vera virkari á næsta ári þar sem það er síðasta árið mitt og ég er komin í miðstjórn, sem þýðir einfaldlega frekari þátttaka í félagslífinu. Og ég verð þá líka að minnast á allar nefndirnar og embættin sem maður hefur tækifæri til að vera hluti af, frábær skemmtun og einstök reynsla.
Ég vil þó taka það fram að skólinn er ekki bara fyrir þá sem vilja læra eitthvað viðskiptatengt, sem er algengur misskilningur. Það sést bara best á þessum vef, námsbrautirnar eru mismunandi.
Ég er líka þeirrar gæfu aðnjótandi (ef gæfu skyldi kalla) að hafa samanburð úr öðrum skóla. Ég var í mh og líkaði það ekki vel, ég er einfaldlega ekki rétta týpan í það. Eins og ég segi, ég er lúxusmanneskja og þarf að lifa við lúxus. Ég viðurkenni það alveg þó það sé slæmt. mh bauð ekki upp á það.
Ég á samt vini bæði í mh og mr og það er besta fólk. Ég hef alls ekkert á móti skólunum þó mér finnist Verzló einfaldlega bestur.
Núna er mínum skólafyrirlestri lokið.. ;)