Vegna tæknilegra örðugleika hefur mér ekki tekist að senda þetta inn sem grein. Þessi grein er búin að vera til í tvo daga. Ef þið finnið villu, láta mig vita. Vil taka það fram að ég vann mikið að þessari grein og hefði viljað fá hana inn sem grein.
Myndin sem átti að fylgja með ætla ég að reyna að senda inn sem Mynd.
Kæru hugarar, takið ykkur blað og blýant í hönd og teiknið. Teiknihæfileikar skipta engu máli. (svo getið þið náttúrulega notað paint).
Teiknið eina litla kúlu. Litið kúluna bláa. Teiknið hring utan um kúluna, og einhverstaðar ofan á þessum hring eigið þið að gera rauða kúlu.
Bláa kúlan er róteind. Rauða kúlan er rafeind. Frumeindin sem þið teiknuðuð er vetnisfrumeind og hefur sætistöluna einn, af því að það er ein blá kúla í miðjunni og ein rauð kúla á hringnum. Massatala vetnis er tveir af því að 1+1=2. Sem sagt er massatala heildarfjöldi rafeinda og róteinda.
Þær bláu (róteindir) eru í –
Þær rauðu (rafeindir) eru í +
Vetni er í fyrstu lotu, en líka helín. Teiknið aðra mynd alveg eins og vetnisfrumeind (eins og þið voruð að teikna) en bætið einni blárri kúlu við hina og setjið rauða kúlu einhversstaðar á hringnum. Helín er svokölluð eðallofttegund, en það eru öll efnin alveg lengst til hægri í kerfinu.
Þegar þið gerið Beryllín frumeind (4 rafeindir) teiknið þið fjórar bláar kúlur í klessu, svo teiknið þið hring utan um þær. Munið að bara tvær rafeindir komast fyrir á fyrsta hring svo að þið teiknið tvær rauðar kúlur á hringinn. Gerið svo annan hring utan um þann fyrsta og teiknið tvær á hann. Þá eruð þið komin með Beryllin frumeind.
Á fyrsta hringnum komast fyrir tvær rafeindir.
Á öðrum hringnum komast fyrir átta rafeindir.
Á þriðja hringnum komast fyrir átta rafeindir.
Á fjórða hringnum komast fyrir átján rafeindir.
Á fimmta hringnum komast fyrir átján rafeindir
Á sjötta hringnum komast fyrir 32 rafeindir.
Prufun nú að teikna Argon (18). Argon hefur 18 litlar bláar kúlur í klessu og þrjá hringi utan um. Á fyrsta hringinn á að teikna tvær rafeindin, á annan átta rafeindir og á hinn þriðja einnig átta rafeindir (rauðar kúlur ofan á hringina).
Argon er með þrjá fullskipaða hringi. Þar sem þeir eru fullskipaðir er Argon mjög orkuríkt.
Ysti hringurinn er með orkuríkustu rafeindunum. Og eftir því sem fleiri rafeindir eru á honum, því orkuríkari er frumefnið.
Skoðaðu lóðréttu línurnar. Þú sér að þeim er skipt í nokkur svæði (flokka). Þau frumefni sem saman eru á svæðum eru með jafn margar rafeindir á ysta hring (hveli, hringirnir kallast rafeindahvel – ég er bara að einfalda svo auðveldara sé að skilja). Þau efni sem saman eru í flokkum eru mjög lík.
Svo er annað. Eftir því sem fleiri rafeindir þarf til að fylla allan seinasta hringinn því hvarfgjarnara er efnið (vill frekar blandast saman við önnur efni).
Ef á prófi kemur mynd með spurningamerki í miðjunni, en vitum ekki hversu margir hringirnir eru– yst eru sjö kúlur.
Við vitum að á innsta hring eru tvær kúlur. Við leggjum átta við (og fáum væntanlega 10), prufum að legggja 10 saman við 7 (17) og leitum að frumefni með sætistöluna 17.
Við sjáum að frumefnið er Ci (Klór). Ef klór er ekki möguleiki í svarmöguleikum leggjum við 18 við 17 (átján komast fyrir í næsta hring) og fáum 35 (Br. Ef það passar ekki höldum við áfram að bæta við hringjum).
Þeir sem skildu þetta ekki að einhverju leiti, endilega spyrjið.