Þetta er af listanum hans Binus, en ég þýddi, vissi samt ekki fáein orð :S
Svo er markmið í ritun með =D (Fyrir fullt hús stiga)
Nafnorð
• sérnöfn og samnöfn: sérnöfn eru heiti, Hafdís, Þruma, Garðabær…
• stofn nafnorða: hestur = hest
• veik beyging no: neðst, ef, et. samhljóði
• Sterk beygin no: neðst…………sérhljóði
• Kenniföll: hestur –s,-ar
• Eintöluorð: orð í eintölu
• Fleirtöluorð: orð í fleirtölu
• Hlutstæð og óhlutstæð hlutstæð = maður getur snert eða séð.
Lýsingarorð:
• Stigbreyting: þegar lýsingarorð breyta um stig…
• Óregluleg stigbr.: gamall, eldri, elstur.
• Regluleg stigbr.: blár, blárri bláastur
• Stofn lýsingarorða: setja lýsingarorðið í kvenkyn…
Töluorð:
• Frumtölur: einn, tveir, þrír…
• Raðtölur: fyrsti, annar, þriðji…
• Deilitölur: Ha ???
Greinir:
• Laus greinir: hinn (mikli maður…)
• Viðskeyttur greinir: Maðurinn
Fornöfn:
• Persónufornöfn: ég, þú, þeir… þessir…
• Eignarfornöfn: minn, þinn…
• Ábendingarfornöfn: þessir, hinu, þær…
• Spurnarfornöfn: Hver… Hvað…
• Afturbeygð fornöfn: sig, sér…
• Tilvísunarfornöfn: sem…
• Óákveðin fornöfn: annar, fáeinir, enginn, neinn, ýmis, báðir, sérhver, hvorugur, sumur, hver og einn, hvor og nokkur, einhver…
Sagnorð:
• Tíðir: nútíð, þátíð: tíð sagnorða.
• Tölur: eintala og fleirtala tala sagnorða
• Persónur: 1., 2. og 3 1=ég 2=þú 3=Jón úti í bæ…
• Ópersónulegar sagnir: lagar sig ekki að persónu og tölu. Frumlag verður að vera í aukafalli…
• Persónulegar sagnir: laga sig að persónu og tölu.
• Sjálfstæðar sagnir og ósjálfstæðar: Ha??
• Samsett sögn: Ha??
• Aðalsögn/hjálparsögn: Aðalsögn er aðalsögn setningar, ekki hægt að sleppa…
• Myndir Sagna: kennimyndir, kann utanbókar…
• Germynd: Ég át bókina
• Þolmynd: Bókin var étin af mér
• Hættir Sagna: Sá háttur sem sögn er í…
• Persónuhættir: Beygjast eftir persónu…
• Framsöguháttur: Algengasti hátturinn
• Viðtengingaháttur: Ef ég hefði farið…
• Boðháttur: Farðu
• Fallhættir: beygjast ekki eftir persónu
• Lýsingarháttur nt.: -andi
• Lýsingarháttur þt: síðasta kennimynd sagnar
• Nafnháttur: að hjóla, að pirrast, að berja…
• Veik sögn: með þremur kennimyndum
• Sterk sögn: með fjórum kennimyndum
• Kennimyndir sagna: eitthvað sem á að vera hægt að finna út frá…
• Veik beyging: sjá veik sögn
• Sterk beyging: sjá sterk sögn
• Núþálegar sagnir: eiga, mega, unna, kunna, muna, munu, skulu, vilja, vita, þurfa…
• Ri-sagnir: róa, gróa, núa, snúa…
• Hljóðskipti í kennimyndum: þegar það skiptist um sérhljóða í kennimynd…
• Orsakasagnir: Af annari kennimynd, má búa til nýja sögn: leit=leita
• Afleiddar Myndir: fara, fór, fórum, farið (setja persónufornafn á undan og beygja)
Smáorð:
• Forsetningar: stýra falli orða (í, á…)
• Samtengingar: og, en, heldur en, þess vegna, hvorki…né… .
• Upphrópanir: Ha? Þú? Ái!
• Atviksorð: geta sagt til um staðsetningu eða tíma. Lýsa lýsingarorðum= fallegur, blár bíll…
Setningarfræði: sérstök fræði um setningar og að búta þær niður
• Setning: Inniheldur eina umsögn og oftast frumlag.
• Aðalsetning: Er annaðhvort án aðaltengingar eða með…
• Aukasetning: Er með aukatengingu og getur ekki staðið ein.
• Málsgrein: Byrjar á stórum staf og endar á punkti.
• Efnisgrein: Bullið á milli efnisgreina…
• Orðaröð: Vitlaus orðaröð = Er skemtilegur fræðandi og Andrés.
• Greinamerki: Ha??
• Bein og óbein ræða: bein er án gæsalappa og er endursögn.
• Frumlag: Nafnorð í setningu (ekki gervifrumlag = Það…)
• Umsögn: Sagnorðið í setningunni
• Andlag: stendur með áhrifssögn og fylgir henni
• Sagnfylling: stendur með áhrifslausri sögn
• Forsetningarliður: forsetningin (í, á) og fallorðið sem henni fylgir.
• Einkunn: Lýsingarorðið í setningunni = Bíllinn er blár
• Atviksliður: Hvert einasta atviksorð í setningu
• Tengiliður: Hver einasta samtenging
Orðhlutar:
• Forskeyti: Drasl framan á orði
• Rót: Sameiginlegur orðhluti í skyldum orðum.
• Viðskeyti: Drasl aftan á orði
• Beygingarending: skipið
• Samsett orð: skipverji = skip+verji
Hljóðbreytingar:
• hljóðskipti = þegar skipt er um sérhljóða í orði (skoða kennimynd einhverra orða, kemur fram…) (bíta beit bitum bitið)… (í-ei-i-i)
• klofning: e = ja/jö
• i-hljóðvarp: tegund af hljóðvarpi (t.d. a=e)
• u-hljóðvarp: ………………………….(……a=ö)
• Afleidd orð: snjór = snjóugur
Jæja hérna fyrir neðan kemur ekki eins mikilvægt, en þó vert að líta yfir og vita svona í fljótubragði hvað þetta er þar sem þetta getur komið fram í lesskilningi, hlustun, ljóðakaflanum og rituninni :)
Málnotkun:
• Rétt og rangt mál: að tala vitlaust
• Viðlíkingar: að líkja tvennu við hvort annað
• Málshættir: breytast ekki, “allar ár renna til sjávar”.
• Orðtök: hefur óeiginlega merkingu
• Samheiti og Andheiti: sam= blað, bleðill. And = hvítt, svart…
• Víðtæk og sértæk orð: víðtækt = hross sérstækt = flipi
• Gildishlaðin og hlutlaus: = venjulegar staðhæfingar…óháð persónulegu mati (hlutlaus)
• Hlutlægni: áþreifanleg hugtök
• Huglægni: óáþreifanleg hugtök
• Málsnið: fer eftir aðstæðum hvernig skrifað er
Bókmenntir:
Tími:
• Ritunartími: Hversu langann tíma tekur að skrifa textann
• Innri tími: Ha??
• Ytri tími:Ha??
Umhverfi: Í hvaða umhverfi gerist sagan?
Boðskapur: Tilgangurinn með sögunni
Persónur: þeir sem koma fyrir í textanum
• Aðalpersónur: þeir sem koma oftast fyrir í textanum
• Aukapersónur: þeir sem koma ekki eins oft fyrir í textanum
Sjónarhorn höfundar: Sjónarhornið sem höfundur horfir á atburðina.
• Alvitur höfundur: Hann veit allt um alla.
• Hluti vitneskju: Hann veit ekki allt.
• Staðreyndir: það sem er RÉTT
• 1., 2. eða 3. persónufrásögn: 1=ég, 2=þú, 3=Jón úti í bæ.
Stíll: T.d. dramatískur, langdreginn, hittinn, fyndinn…
• Einfaldur: Venjulegur, ekki verið að flækja mikið
• Flókinn: Texti flæktur
• Myndrænn: Maður getur ýmidað sér
• Flatur: ekkert meint með orðunum
Myndmál
• Bein mynd: Bíllinn er blár, rauður og gulur.
• Líking: Einu líkt við annað
• Persónugerving: Hlutum er gefin persóna (lækur hjalar…)
• Myndhverfing: Persónum er gefninn hlutur (Fætur eins og borðfótur)
Munur á textum:
• Smásaga: Stutt saga
• Þjóðsaga: saga sem ferðast hefur á milli manna
• Goðsaga: Saga af guðum
• Ævintýri: Saga um ævintýra
• Íslendingasaga: Saga um íslendinga
• Íslendingaþættir: Kaflar úr íslendingasögu
• Skáldsaga: Saga sem búin er til
• Leikrit: Saga sem er leikin
• Dægurtextar: Rómeó og Júlía… (Bubbi)
• Bréf: Skrifað er til lesanda
• Dagbók: Skrifað er reglulega um hvað gerist
• Blaðgreinar: Skrifað er hlutlaust (oftast) um atburði
• Heimildagrein: Vitnað er í heimildir
Bókmenntastefnur:
• Rómantíska stefnan: Dauði, blóð, rómantík
• Raunsæisstefnan: Þetta er svona og breytist ekki !
• Nýrómantík: Ástfangið fólk…
Ritun:
• Inngangur
• Meginmál
• Lokaorð
Þekkja stafsetningarreglur og greinamerkjasetningu.
Vanda uppsetningu og frágang.
Skipta texta í setningar, málsgreinar og efnisgreinar af öryggi.
Skrifa skilmerkilega út frá eigin reynslu.
Það er gefin extra plús ef þú setur málshætti inní ritunina, einnig ef komið er með tilvitnun (muna þá að segja hver sagði orðin) dæmi: “flestir menn eru slæmir” sagði e-r af Grísku heimsspekingunum.
Bygging
Upphaf, meginmál og niðurlag vel afmörkuð. Efni skipulega fram sett og í góðu röklegu samhengi, eðlileg framvinda, eitt leiðir af öðru (farið frá hinu sértæka til hins almenna eða jafnvel öfugt). Lesandinn leiddur áfram.
Röksemdir
Tekur dæmi og leggu eigið mat þar á. Vel útfærðar ástæður/rök samofin ástæðum eða ályktunum nemandans. Rökrétt samhengi efnisatriða. Ritgerð er sannfærandi/hrífandi.
Málfar og Stíll
Fjölbreytt og gott orðalag/flæði; blæbrigði í orðavali í umfjöllun um sama efnisatriði. Orðalag beinskeytt, einfalt og skýrt.
A.t.h. Ritgerð um annað efni en beðið er um fær ekkert stig.