Núna þegar styttist í samræmdu þá hefur maður alveg legið í bókunum ..en það er komið upp eitt vandamál hjá mér. Ég veit EKKERT hvað ég á að gera fyrir dönsku og ensku prófið :/

Ég er búin að lesa einhverja dönskubók sem ég leigði á bókasafninu í skólanum ..og það gekk bara mjög vel. En mér finnst það ekki vera nóg, þannig að ég reyndi að lesa einhverjar gamlar glósur ..en það fannst mér bara vera svo ..pointless?

Ég er svo líka að lesa bók á ensku ..og svo hef ég horft á myndir án texta sem gengur auðvita vel, enskan er ekki vön að vera mér mjög erfið.




Þannig að ég var að vonast til þess að þið sem eruð búin að taka samræmdu gætuð kannski deilt því með mér hvað þið gerðuð fyrir prófin í von um að ég fái einhverjar hugmyndir.

Eða bara allir sama hafa einhverjar hugmyndir handa mér, öll hjálp er vel þegin :)