http://rasmus.is/ er fín síða til að læra stærðfræði.
Ég man ekki nákvæmlega hvernig tan, sin og cos virka en það er allavega þannig að maður þarf að deila einhverri hlið með annarri til að finna hornið. T.d. er cosinus af einhverju horni það sama og aðlæg deilt með langhlið.
Regla til að muna hvað er hvað:
Tan (tangens) er báðar stuttu hliðarnar - mótlæg (hliðin á móti horninu) deilt með aðlæg (ss. nær horninu)
Tangens er öðruvísi, engin langhlið og nafnið er líka allt öðruvísi
Hin nöfnin eru svipuð og bæði með langhlið
Sin (sinus) - mótlæg deilt með langhlið
Cos (cosinus) - aðlæg deilt með langhlið
Ég man alltaf hvort er mótlæg og aðlæg af því aðlæg er nær horninu og cos er fyrr í stafrófinu
Ég veit ekki hvort þú fattaðir þetta eða hvort það hjálpar þér að muna þetta, ég þarf allavega alltaf að gera mér svona reglur þegar ég þarf að muna eitthvað.
Ég á erfitt með að útskýra svona bara með texta svo ég vona að rasmus.is hjálpi þér.
Í rúmfræði er aðalmálið að kunna að nota formúlur (allavega var síðasta rúmfræði sem ég lærði þannig) Það er örugglega fullt af upplýsingum um það á rasmus.is.
Það getur kannski verið frekar erfitt að snúa út úr formúlum en það er eitthvað sem æfist bara. Best að gera það bara eins einfalt og hægt er. T.d. að skrifa nákvæmlega allt sem þú gerir. Ég get eiginlega ekki sagt meira um þetta því það er svo erfitt að útskýra svona :P
Vonandi gengur þér vel í prófunum ;)