ég er með sjónminni og hef aldrei þurft að pæla í stafsetningu. ég hefði fengið fullt hús stiga fyrir stafsetningarhlutann í samræmdu, ef kallinn sem talaði hefði ekki talað svona óskýrt. það heyrði ENGINN úr mínum bekk hvað hann sagði, það var eitthvað óskiljanlegt orð. og svo sagði hann líka óvart “límdi” í staðinn fyrir “lygndi” einusinni, en sagði það svo rétt þegar hann endurtók.
öh en já. mér finnst stundum erfitt samt að fatta hvar stórir stafir eiga að vera, og hvort ég eigi að setja j og hvar ekki. og af einhverjum ástæðum finnst mér erfitt að fallbeygja orð. þess má til gamans geta, að í íslenskuprófi í 10. bekk hafði kennarinn það sem eitt dæmi, að fallbeygja bæði nöfnin mín. mér tókst að gera það vitlaust.