Erum við með einhverjar kennarasleikjur hérna á huga sem vilja láta nafns síns getið? Það væri gaman að vita ef einhver væri þannig =P
Ég á við það vandamál að stríða að íslenskukennarinn minn hefur tekið ástfóstri við mig. Í hans augum er ég æðislegasti nemandinn í skólanum eða eitthvað, hann er alltaf að dást að mér, segir oft “já flott hjá þér **** minn” “þú ert duglegur” og svipað annað, það er ekkert mál. Meira mál er bara þegar hann lætur mig gera ýmist stuff, eins og t.d. núna er ég reiknaútmeðaleinkunnbekkjarins dýrið hans, hann gefur mér lista með einkunum úr stafsetningaræfingum og þannig, og svo á ég að reikna einkunnirnar út. Ég get ekki neitað þegar hann biður mig um það, ég er bara ekki þessi týpa sem segir nei.
Einnig, þegar ég kem svona upp á töflu þegar farið er yfir verkefni og þannig á töflu, þá lætur hann alltaf klappa fyrir mér, og það er vægast sagt mjög óþægilegt, þar sem ég er ekki beint athyglissjúkasta manneskja í heiminum, allaveganna sækist ég alls ekki eftir athygli frá heimska fólkinu í skólanum mínum…
Þetta er farið að vera dálítið vandræðalegt, fólk farið að kalla mig teachers pet, og mér finnst það ekki nógu gott, hvað get ég eiginlega gert til að hann hætti þessu, því ég vil bara vera góður í íslensku í friði…
Það er ósvalt að vera kennarasleikja…