Kennimyndirnar eru þrjár (veikar sagnir) eða fjórar (sterkar sagnir):
Sú fyrsta er nafnháttur af sögninni (d. að finna, að leggja)
Númer tvö er framsöguháttur þátíðar 1. persónu eintölu, hjálparorðið “ég” (d. ég fann, ég lagði)
Ef önnur kennimyndin endar á -ði -di eða -ti, þá er engin 3. kennimynd. Annars er þriðja kennimyndin framsöguháttur þátíðar 1. persónu fleirtölu, hjálparorðið “við” (d. við fundum)
Fjórða kennimynd er lýsingarháttur þátíðar, hjálparorðin eru “ég hef” (d. ég hef fundið, ég hef lagt)
Sterka sögnin Finna og veika sögnin Leggja eru svona í kennimyndum:
Finna - fann - fundum - fundið
Leggja - lagði - lagt
Þetta er bara smá grunnur, þetta dæmi er dálítið mikið, ég myndi bara læra þetta í skólanum ef ég væri þú…