Sælt fólk, málið erð að ég bý í englandi, er 16 ára að aldri og um það bil að fara í menntaskóla hér að ger svokallað “A-Levels”.
Ég er svona búinn að vera spá í að flytja til íslands þegar ég verð 18(s.s. þegar ég er búinn með menntaskólann hérna) því ég bara hreint út sagt nenni ekki að búa hérna, og málið er það að mamma er að spá í að fá lán fyrir íbúð þarna á íslandi. Og hugmyndin var að ég mundi fá að vera í henni á meðan ég væri í háskóla í læknafræði þarna heima. En vandamálið er það að ég þarf að plana þetta allt saman. s.s. peningamál, hvernig á að borga áf láninu á meðan ég er þarna og svoleiðis. Og bara hvernig maður á að komast af þarna. Sérstaklega þegar maður er að tala um 6-7 ár í háskóla þá getur verið svolítið erfitt að fjármagna þetta allt saman. Og það að ég eigi enga fjölskyldu þarna á íslandi gerir ástandið ekki betra.
ERuð þið með einhverjar ráðleggingar um hvernig maður á að plana þetta og komast af þarna heima þegar maður er 18 og í háskóla?
Takk fyrir mig,