Þannig er mál með vexti, að ég er að fara að byrja í menntaskóla í haust, og er að verða smá efins um hvaða skóla ég ætla í…
Ég er eiginlega búinn að ákveða að fara á viðskiptabraut í Verzló, en svo er Mr alltaf að heilla mig meir og meir, því hann er með svo góða stærðfræðikennslu og þannig, og það er það sem ég þarf, stærðfræði er mín sterkasta hlið myndi ég segja. Gallinn er bara sá að ég er hörmulegur í eðlisfræði, og flestu öðru sem fellur undir náttúrufræði, og er ekki viss um hvort ég myndi höndla að fara á náttúrufræðibraut…
Samt langar mig hálfpartinn í MR, því það er svo góður undirbúningur, sagt að þar sé besta kennsla sem fæst á landinu.
Er hægt að vera á náttúrufræðibraut Mr, eðlisfræðisviði, án þess að vera góður í eðlis- og náttúrufræði, ef maður hefur góða stærðfræðikunnáttu?