Ég er í Vox Arena, leikfélaginu í FSS. Var frumsýning á síðasta föstudag..gríðarlegt spennufall.
En jú, leikfélögin taka mikinn af þínum tíma, þannig að þú þarft að skipuleggja þig mjög vel til að geta náð þessu öllu saman. Þú þarft að vita í hvaða fög þú ert að fara og reikna með að þú hafir enn minni tíma en þú heldur. Ég er tildæmis með 25 einingar á þessari önn og er bara búinn að sætta mig við það að falla í frönsku..þar sem að ég gerið ekki ráð fyrir því að fara í leikfélagið í byrjun annarinnar.
En þetta er allt skipulag. Málið er bara að fá sér góða stóra dagbók, setjast niður og skrifa niður ALLT sem þú ætlar að gera og hvenær þú ætlar að gera það.. þá er þetta alveg hægt. Rosaleg vinna, en þetta er POTTÞÉTT þess virði :D
Og já, komið og sjáið Mömmu þína í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17 Keflavík.
http://www.lk.is/Frettir/default.aspx?path=/resources/Controls/8.ascx&C=ConnectionString&Q=Top%203%20News&Groups=0&ID=79&Prefix=