Verð bara að leiðrétta þetta… Það er ekki krafist meira af manni í MA en VMA það fer bara eftir manni sjálfum hvað maður er tilbúinn að leggja á sig(eins og alltaf :P). Það er svo rosalega mikill miskilningur að VMA sé eitthvað léttari en MA, kanski það eina erfiða mið MA er STÆ þar er einn áfangi tveir í VMA eða STÆ102 og STÆ122 er STÆ103 í MA o.s.f. enda var líka um 80% fall í STÆ núna um áramótin í MA.
Það er bara svo erfitt að bera þessa skóla þar sem þeir eru svo gjörólíkir, bara allt annað system í gangi. Síðan þetta með að MA hleypi ekki öllum inn, þeir hleypa öllum inn í dag sem ná samrænduprófunum, og það þarf engan snilling til þess.
Eins og ég sagði þá er varla hægt að bera þessa skóla saman. Ef þú ferð svo að spyrja fólk í MA í hvað skóla þú eigir aðfara í þá segir það að VMA sé ógeðslegur skóli og svo öfugt, eina ástæðan afhverju MA-lingurinn hérna fyrir ofan sagði “góða” hluti um VMA er vegna þess að hann er nafnlaus hér á huga :)
Með mig þá var ég í MA fyrsta árið mitt, mér fannst hann bara ekki henta mér og fór yfir í VMA. Tek það skýrt framm að ég féll ekki, þetta var bara ekki fyrir mig. Sagði alltaf að eina ástæðan fyrir því að ég valdi MA var af því að þá væri styttra að labba í skólann :P
Það er enginn tilgangur með undirskrift!!!