Nú er Gettur betur byrjað í sjónvarpnu. Fyrsti þátturinn var í gær þar sem Borgarholtsskóli vann Flensborg 24-21. Ágæt en frekar bragðdauf viðureign að mínu mati. Það er nýr spyrill, Sigmar Guðmundsson tók við af Loga Bergmann sem hefur verið í þessari keppni eins lengi og ég man… erfitt að koma í staðinn fyrir einhvern sem hefur verið svona lengi. Dómari og spurningahöfundur er Anna Kristín Jónsdóttir sem er (held ég) fyrsta konan sem gegnir því starfi.
En allavegana þá eru þessar viðureignir eftir:
Menntaskólinn á Akureyri vs. Menntaskólinn í Reykjavík
Verslunarskóli Íslands vs. Fjölbrautarskóli Suðurlands
Mennaskólinn við Sund vs. Menntaskólinn við Hamrahlíð
Þar hafið þið það. Hver hadið þið að taki þetta í ár?
Hvernig finnst ykkur þessi nýji spyrill vera að standa sig?