Já, nú er þessi vertíð að fara að byrja, allir 10. bekkingarnir koma hérna með einkunnir og spyrja að því hvort að þeir komist inn í hina og þessa skóla. Ég veit að einkunnirnar sem þarf til að komast inn í skólana eru ekki alveg komnar á hreint ennþá, en ég verð bara að spyrja, því að ég fékk einkunnablaðið í dag.
Ég er með 7,75 meðaltal í skólaeinkunn í þeim greinum sem er prófað úr í samræmdu, 7,8 ef ég tek bara greinarnar sem ég fer í próf úr. Haldið þið að það nægi inn á viðskiptabraut í Verslunarskólanum?
Ég gæti samt alveg fengið góða einkunn á samræmdu, þessar einkunnir sem ég fékk núna eru stór hluti miðsvetrarpróf, málið þá var bara það að ég var með helvítis nefrennsli öll prófin, og bara varð að komast sem fyrst út. Ef ég gæti verið inni lengur, hefði ég ábyggilega fengið hærra. Annars, kann einhver einhver góð ráð við nefrennsli, til að fyrirbyggja það?
Takk fyrir öll svör.