Mig langaði að forvitnast um það hvort einhver hefði hugmynd um efni á netinu sem gott væri að fara yfir til að undirbúa sig undir samræmt próf í íslensku (á framhaldsskólastigi). Bara svolitla upprifjun úr sem snertir örlítið við sem mestu.
Ég tók síðasta íslenskuáfangann minn á nefnilega i vor og því er ég kannski svolítið ryðgaður. Er ekki á leiðinni að fara að undirbúa mig neitt mikið, bara ef mögulegt væri að líta yfir og rifja svolítið upp.
Er fólk annars eitthvað að undirbúa sig undir þetta próf? Það er svolítið erfitt að undirbúa sig beint, þar sem þetta er svo víðtækt efni, en flestir hljóta þó að gera eitthvað til að rifja upp, ekki satt? Hvað eruð þið að gera? Og með hverju mynduð þið mæla með sem upprifjun?