Já, já, já.
Sagan fjallar um Hamlet Danaprins. Faðir hans deyr, að því er fyrst virðist af eðlilegum örsökum og móðir hans giftist föðurbróður hans, sem verður kóngur. Vofa föður Hamlets kemur til hans og segist hafa verið drepinn af bróður sínum sem hafi viljað verða kóngur og giftast móður hans. Faðirinn segist ekki fá hvíld fyrr en búið sé að hefna dauða síns og það ætlar Hamlet að gera. Hann njósnar um frænda sinn og ákveður að drepa hann. Hann “þykist” vera geðveikur. Kóngurinn sendir Hamlet burt til Englands og ætlar að láta drepa hann. Hamlet verður var við þetta og kemst hjá dauða. Hann fer svo að mig minnir að berjast við Noregsprinsinn Fortenbras (ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta atriði var). Svo kemur Hamlet aftur heim. Hann drepur ráðgjafa konungs, sem hann heldur að sé kóngurinn þegar hann er á tali við drottninguna. Drottningin veit að Hamlet drap hann. Ég man ekki alveg í hvaða röð þetta gerðist allt saman, það gæti verið að Hamlet hafi verið sendur til Englands eftir að þetta gerðist. Svo fremur Oþelía, “kærasta” Hamlets sjálfsmorð, hún er í ástarsorg. Svo endar þetta allt saman með að í veislu segir Hamlet frá morðinu á föður sínum og drepur frænda sinn. Hann dreyr sjálfur. Fortenbras kemur og hann verður kóngur og Danmörk og Noregur sameinast.
Svona er þetta mjög lauslega. Þetta er frábær texti á ensku og ég mæli með því að þú lesir leikritið. Kvikmyndin með Kenneth Brannagh; Hamlet, er líka nákvæmlega eftir sögunni.