Náttúrufræðibækurnar sem kenndar í mínum skóla:
Lifandi veröld,
Einkenni lífvera,
Erfðir og þróun,
Orka,
Kraftur og hreyfing,
Sól, tungl og stjörnur
og svo fór ég í einhverja efnafræðibók sem er ekki eins og þessar (þessar eru svona “sería”) en ég held að það sé komin ný núna. Allavega er einhver efnafræðibók tekin.
Ég vona að ég sé ekki að gleyma neinni.
Fyrir samfélagsfræðiprófið er mismunandi hvaða bækur eru teknar en maður þarf allavega að læra landafræði, þjóðfélagsfræði og sögu. Sagan er þá sjálfstæði íslendinga og stríðsárin á íslandi. Landafræðin er bæði þetta með höfuðborgirnar og það og líka jarðfræði. Svo er líka eitthvað um menningu og iðnað og muninn á þróunarlöndum og iðnríkjum. Þetta er bara það sem ég man en ég man ekki hvaða bækur voru.
Svo geturðu skoðað próf á namsmat.is ef þú vilt vita hvað er spurt um og þannig.
Bara smá forvitni, ertu að fara að taka samræmdu í vor?