Ertu að segja að framhaldsskólinn hjá þér sé erfiðari? Á hvaða ári?
Ég er á fyrsta ári á náttúrufræðibraut og ég hef aldrei verið í jafn auðveldum tímum! Ég er að fá tíur í hverri viku. Þetta er svo mikið auðveldara en samræmdu prófin!
Ég er á fyrsta ári á náttúrufræðibraut og skyndiprófin hjá mér eru helmingi erfiðari en samræmduprófin. Mér fannst samræmduprófin ekki erfið, en stundum kem ég út úr prófi bara fokk hvað mér gékk illa. Svo er líka svo erfitt þegar að maður er í 4-7 prófum á viku að hafa tíma til að læra fyrir þetta allt!
Sama hér, einkunnirnar eru virkilega að lækka núna þegar ég er komin í MR… Samt eru sumir í bekknum mínum sem eru alls ekkert að lækka sig og ég skil ekkert hvernig þau fara að því, ég bara hef ekki tíma til að hanga yfir skólabókunum allan liðlangan daginn…
Nákvæmlega. Ég var með rosalega góðar einkunnir í grunnskóla. En það breyttist allt eftir að ég fór í Lærða Skólann. Núna er ég bara meðalnemandi. Í hvaða bekk ertu annars? Þarft ekkert endilega að svara þessu.
Ég hef aldrei fengið undir 7 í bóklegum fögum … reyndar man ég ekki einu sinni eftir að hafa fengið 7.
En ég hef fengið eitthvað lægra í þeim fögum sem er ekki próf heldur bara kennaraeinkunn, þá fer það bara eftir því hvort kennarinn er sanngjarn eða fer bara eftir því hvernig honum líkar við nemendur … hef lent í þannig hjá kennara sem líkaði illa við mig :S
Eruði ekki að grínast, er fólk hérna almennt með 7 sem lægstu einkun alltaf í prófum ? Allavega það sem ég er búinn að lesa. Ég er allavega himinlifandi ef ég fæ yfir 7 í prófi, mín hugsun er að ná prófum, þá er ég sáttur.
Ég hugsa líka alltaf að sama hvað ég fæ, ef ég næ prófinu er ég sátt. Hef samt aldrei neitt mikið pælt í þessu því sama hvað ég held að mér hafi gengið illa, ég fæ alltaf háa einkunn :)
Ein vinkona mín er í 10. bekk og hún hefur í haust ekki farið undir 9, minnir mig … eða var það 9,5? Ég vil ekkert vera að ýkja en þetta var allavega mjög hátt. Ótrúlegt að hún hafi fengið svona háar einkunnir!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..