Ég er alltaf mjög lengi að öllu, sérstaklega að lesa og það hefur truflað mig nýlega í skólanum. Mamma mín er að læra sérkennslu og hún fékk að taka lestrarpróf á mér til að æfa sig. Hún komst að því að ég er ekki lesblind en með lestrarhraðann 248 atkv. á mín. en í 7. bekk á maður helst að komast upp í 300 (ég er á fyrsta ári í framh.) Ég er líka með mörg einkenni athyglisbrests (ADD) en hef ekki verið greind.
Þetta er kannski ekkert merkilegt en það skrítna er að þrátt fyrir þetta gengur mér mjög vel í skóla, ég fæ venjulega einkunnir á bilinu 8,5 - 10 og ég hef aldrei fengið lægra en 7 í bóklegu.
Ég hef ekki heyrt um neinn annan svona svo ég veit ekki hvað ég á að gera. Á ég að tala við námsráðgjafa? Kennarar hafa alltaf hunsað þetta vegna þess að ég fæ háar einkunnir en þetta er farið að trufla mig þegar ég þarf að lesa nokkrar bækur í tungumálunum (er í 103 í öllum).
Ég get alveg spurt einhvern en ég vildi bara fá ykkar álit líka.