Aðalatriði úr kraftur og hreyfingu.
1. Kafli:
Tilgáta er líkleg lausn á ráðgátu, ráðgáta er einhvað sem við skiljum ekki en viljum komast að.
Náttúruvísindi skiptast niður í 1.Eðlisvísindi (efnafræði, eðlisfræði og stjörnufræði), 2.Jarðvísindi (fjallar um jörðina, veðrið og náttúruhamfarir) og 3.Líffræði (dýrafræði og grasafræði)
Þyngd er mælikvarði á hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlut.
Massi er mælikvarði á efnismagn hlutar.
Eðlismassi er mælikvarði á massa hlutar á hverja rúmmálseiningu ( eðlismassi = massi/rúmmál )
Algengustu hitamælikvarðar eru Celsius 0 gráður = frostmark vatns og Kelvin 273 K = 0 gráður á Celsius.
2. kafli:
Kraftur verkar á hlut og veitir honum orku þannig að hann tekur að hreyfast, hættir að hreyfast eða breytir um stefnu.
Kraftur er mældur í njúton (Newton) táknað með N.
Hægt er að leggja saman og draga frá krafta, til að finna nýjan kraft og jafnvel nýja stefnu.
Núningur: Kraftur sem spornar við hreyfingu. Renninúningur (þegar hlutir renna eftir flöt, þá er það núningur frá fletinum sem stöðvar hann, spornar á móti honum). Veltinúningur (þegar hlutir velta eftir flöt t.d. hjól, bíll eða línuskautar, þá er núningur frá fletinum sem spornar á móti hreyfingunni).Straummótstaða er núningur á lofti og vatni (öllum straumefnum) sem spornar gegn hreyfingu.
Þrýstingur er sá þungi sem hvílir á tilteknu flatarmáli, mældur í njúton á fersentimetra N/cm í öðru veldi.
Flotkraftur er lyftikraftur sem verkar á hlut í straumefnum.
Lögmál Arkimedesar: Þyngd hlutar sem sökkt er í vökva minnkar sem nemur þyngd þess vökva sem hann ryður frá sér.
Lögmál Bernoullis: Þrýstingur í vökva á hreyfingu er minni en í vökva sem hreyfist ekki. Það sama gildir um önnur straumefni eins og t.d. loft.
Kraftar sem verka á flugvél á flugi: Knýr (eða spyrna) drífur vélina áfram, kemur frá hreyflonum. Viðnám er krafturinn sem verkar gegn knýnum (viðnám er núningur). Lyftikrafturinn sem kemur á móti þyngdinni til að vélin hafist á loft. Í láréttu flugi eru lyftikraftur og þyngd jafnir.
Vinna er það þegar hlutur færist úr stað fyrir tilstilli krafts.
Vinna við að færa hlut: vinna = kraftur * vegaleingd.
Vinna er mæld í Njútonmetrum Nm eða júlum J.
Orka er hæfileiki til þess að framkvæma vinnu.
Afl er mælikvarði á hversu hratt vinna er unnin, það er hversu mikil vinna fer fram á tímaeiningu.
Afl = vinna/tíma eða orka /tíma
Afl er mælt í vöttum W (watt = júl/sek)
Vélar létta mönnum vinnu vegna þess að þær breyta stærð eða stefnu þess krafts sem beitt er við vinnuna.
Inntakskraftur: Kraftinum sem er beitt.
Skilakraftur: krafturinn sem kemur út úr vinnunni sem þú beitir.
Kraftahlutfall: hlutfallið milli inntakskrafts og skilakrafts.
Nýtni vélar: Krafthlutfall fundið og skoðað hvrsu mikil nýtni er á kraftinum sem er beit( í %, aldrei meir en 100%).
Einfaldar vélar skiptast í 6 megingerðir, þær eru;
1. Vogarstöng er stöng sem kraftar leitast við að snúa um fastan punkt (vogarás)
2. Trissa er vél þar sem bandi er brugðið um hjól, getur breytt stefnu eða stærð krafts.
3. Hjól og ás er vél sem er kringlóttur hlutur (hjól) sem snýst um annan minni (ás)
4. Skáflötur er hallandi flötur.
5. Fleygur er vél sem er eins konar hreyfanlegt skáborð, tveir sléttir fletir sem koma saman í hvössu horni.
6. Skrúfa er vél sem er skáborð sem vafið er um sívalning þannig að skrúfugangur myndast.
3. Kafli:
Vegalengd er fjarlægðin milli tveggja staða.
Ferð er hraði hlutar þegar ekki er tekið tillit til stefnu hans.
ferð = vegalengd/tíma
Hraði er þegar bæði er tekið tillit til ferð og stefnu hlutar.
Hröðun er hraðabreyting hlutar á tímaeiningu.
Hröðun = (lokahraði - upphafshraði)/tíma.
Jákvæð hröðun = hraðaaukning
Neikvæð hröðun = hraðaminnkun
Hringhreyfing: Bíll sem færist eftir hringbraut beygir í sífellu, hann breytir stefnu sinni sífellt. Hraði hans breytist því jafnt og þétt þótt ferð hans sé stöðug og jöfn. Hann hefur því hröðunn.
Fyrsta lögmál Newtons (tregðulögmálið): Kyrrstæður hlutur leitast eftir því að halda kyrrstöðu sinni og hlutur á hreyfingu leitast við að halda hreyfingu sinni óbreyttri nema til komi áhrif utanaðkomandi krafts.
Annað lögmál Newtons: Kraftur sem verkar á hlut er jafn margfeldinu af massa hans og hröðun. ( F = m*a , F = kraftur, m = massi og a = hröðun)
Þriðja lögmál Newtons: Í hverjum verknaði má ávalt finna bæði átak og gagntak.
Skriðþungi massi hlutar margfaldaður með hraða hans (með hversu miklum þunga hlutur rennur eða veltir eftir flöt).
Allir fallandi hlutir hafa sömu hröðun ef lögun þeirra er sú sama.
Þyngdarkraftur jarðar er 9,8 metrar á sekúndu.
Lokahraði fallandi hlutar í loftmótstöðu: Þegar mótstaða lofts er orðin jafn stór og hröðun hlutarins til harðar þá hættir hluturinn að falla hraðar og heldur stöðugum hraða.
Þyngdarlögmál Newtons: Allir hlutir með massa hafa aðdráttarkraft á milli sín sem er í samsvari við massa þeirra og fjarlagðinni milli þeirra.
Úff…veit ekki, spái ekki, skil ekki…er það svar??