það finna sér líka allir eitthvað við sitt hæfi.
Stelpa í bekknum mínum er MJÖG feimin en hún er að fara að taka þátt í Nemó leikritinu, leik, dans og söng, hún virðist losna við feimnina á sviði.
Síðan er ræðumennska skildulærdómur þar sem þú færð að standa uppi fyrir framan bekkjarfélaga þína og koma með tækifærisræður eða bókakynningar. Þar losnar margir við feimni og þetta á stóran þátt í að skapa einstaklega góðan móral í skólanum.
Ekki stakur kennari sem ég hef er leiðinlegur, nokkrir jafnvel skemmtilegir.
www.nfvi.isFélagslífið er geðveikt, bekkjarpartý hverja helgi og nefndapartý sem eru opin öllum mjög reglulega. Held það sé stefnt á böll mánaðarlega.
Núna er Versló Waves.
Mán: Hermigervill (korter) Lokbrá (hádegi)
Þri: Lára (korter) Jan Mayen (hádegi)
Mið: Pétur Ben (korter) Lights on the highway (hádegi)
Fim: Helgi Valur (korter) Úlpa (hádegi)
Benda á að Gulli úr Brain Police er í Lights on the Highway.
Auðvitað ertu skemmtilegur. Fáðu þér almennilega vinnu næsta sumar, ég var frekar ómannblendinn en vann í Essó, við nokkurn vegin allt, síðasta sumar og það bjargar manni allveg. Passaðu þig bara á að sækja ekki um vinnu neins staðar nema þú sért 100% viss um góðan móral á staðnum.
Ég komst að því fyrir stuttu að Opeth er ein vinsælasta hljómsveitin innan skólans. Ásamt In Flame, Queen, Led Zeppelin, Queen of the Stoneage og Coldplay.
Þú tekur bara tíma í að opna þig, það gildir reyndar í flestum skólum að ef þú ert ekki opinn og mannblendinn ert getulaus, og þá vitna ég í skrif mín hér fyrir ofan.