Jæja, ég er að fara að byrja í 10.bekk og er samt strax farin að hugsa svolítið um framhaldsskólana.
Ég bý á Akureyri en vil helst fara í skóla í borginni (hef mínar ástæður).
Ég er bara að leitast eftir að klára stúdentinn, er ekki að stefna á neina ´serstaka braut því að eftir það ætla ég til Englands í leiklistarskóla.
Er búin að vera skoða nokkra skóla en vantar samt ráðleggingar.
Langar svolítið á félagsfræðibraut en er samt eiginlega alveg sama - vil bara ná stúdentnum =)
Hvaða skóla mynduð þið mæla með að ég skoði?