Hæ,
Ég er að reyna finna lausn úr einu vandamáli sem ég er með, það er að á ég að halda áfram í englandi eða koma til íslands?

Málið er það að ég er rétt núna að fara í 11 Bekk(10 á íslandi) og þetta er síðasta árið áður en ég þarf að ákveða hvað ég ætla gera. Mig langar svakalega mikið að koma og búa heima en það er soldið vandamál því báðir foreldrar eru hérna og bæði eru alveg staðráðin að það sé svo dýrt að lifa þarna á íslandi og að það þau þurfa að vera með hálfa milljón á mánuði til að lifa sko.
Sem er notturlega soldið rugl. En sko mig langar svakalega að koma heim og vera þar en það er búið að sega mér það já það eru svo mikið meiri möguleikar hérna í englandi og allt það. En svo er bara að mér finnst england bara hundleiðinlegt og það bara er ekkert gaman. Aftur á móti er ég alltaf að skemmta mér þegar ég er á íslandi og á fullt af vinum þar sko.

Í mínum skóla sem ég er núna er ég að fá svona GCSE's, og einkunnirnar eru gefnar í sovna A*-F og svo framvegis. er þetta bara eins og samrændu prófin eða hvað etta kallast þarna(veit ekki fór til englands þegar ég var að fara í 7 bekk)eða er það betra eða hvað?

Ég fæ alltaf meðal hæstu einkanna í prófum og mér er spáð það sama þetta ár og er bara sjálfur kominn góða leið til að ná því. en hvað munduði mæla með að ég geri ef ég flyt hingað t.d. varðandi húsnæði því öll fjölskyldan býr þarna úti í englandi. Svo bara finnst mér ekkert öruggt þarn út í englandi útaf öllum þessum sprengjum og löggur með byssur og allstaðar. Eruði með eikkerjar skoðanir á þessu hva´ð ég á að gera og hvað þið munduð gera.

Afsakið ef ég er með lélega íslensku.

Vona að þið skyljið etta. Takk.